Handbolti - Stjörnuleiksferðalag

07.apr.2011  21:19
ÍBV leikur gegn Stjörnunni í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ föstudagskvöld kl.19:30.
Þar sem ekki má treysta á flug í síðustu tveimur umferðunum ákvað Arnar Pétursson að liðið færi í dag fimmtudag með Herjólfi. Þeir gista því tvær nætur í Reykjavík og koma heim á laugardag...
Leikurinn er í síðustu umferð 1.deildar og hefur úrslitaáhrif á það hvort liðið nær þriðja sætinu. Það lið sem endar í fjórða sæti leikur gegn Aftureldingu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en liðið í þriðja sæti leikur gegn ÍR. Fyrsti leikur úrslitanna er á sunnudaginn 17.apríl og þá leikur ÍBV á útivelli. Heimaleikurinn er þriðjudaginn 19.apríl og ef með þarf þá er oddaleikurinn fimmtudaginn 21.apríl.
 
ÍBV hefur verið að leika mjög vel í síðustu leikjum og unnið fjóra síðustu. Leikurinn s.l. föstudag gegn Víkingi var einn sá skemmtilegasti í vetur. Þar mættu strákarnir í miklum ham og spiluðu vel í 60 mínútur.