Föstudagskvöldið 18. mars næstkomandi mun hið rómaða Herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV fara fram í Akóges. Að venju verður mikið um dýrðir, um matinn sér Einsi „Kaldi“ Árna að sinni alkunnu snilld ásamt aðstoðarmönnum en þar verður galdrað fram ótrúlegt bragð. Veislustjóri og skemmtikraftur er engin annar en Sólmundur Hólm sem skrifaði bókina um Gylfa Ægis en hann er ein besta eftirherma landsins og munu nokkrar óborganlegar týpur birtast t.d Pálmi Gunnarson ásamt fleirum.
Búninguppboð verður haldið ásamt ótrúlegum atriðum frá Magga Braga og Sigurjóni Ingvars en þeir munu fara yfir loðnuvertíðina í máli og myndum, ásamt því að Maggi Braga mun halda kynningu á „korkaleggjurum“ í efri sal.
Allar nánari upplýsingar og miðapantanir eru hjá Viktori Rakara í síma 896-4791 eða á stofunni hjá honum en það er einmitt gott að kíkja þangað og skoða nýju permanetlínuna sem hann var að taka inn hjá sér en hún mun geta aukið hárvöxt um 13% að sögn Viktors.