Eini leikmaðurinn sem kom úr öðru liði en topp þremur liðunum

Handbolti - Guðbjörg valin í úrvalslið 1-9 umferðarí N1 deild kvenna

01.feb.2011  15:28
Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaðurinn sterki í ÍBV er í úrvalsliði N1 deildar en valið var tilkynnt nú í hádeginu.  Um er að ræða úrvalslið 1. til 9. umferða N1 deildarinnar en Guðbjörg er eini leikmaðurinn í liðinu sem tilheyrir ekki toppliðunum þremur, Stjörnunni, Val og Fram.  Liðið má sjá hér að neðan.

Lið umferða 1-9:
Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Fram.
Vinstra horn: Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV.
Hægra horn: Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni.
Hægri skytta: Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni.
Vinstri skytta: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val.
Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val.
Leikstjórnandi: Karen Knútsdóttir, Fram.
 
Besti leikmaðurinn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val.
 
Besti þjálfarinn: Gústaf Adolf Björnsson, Stjörnunni.
 
Tekið af vef eyjafretta.is