Eyjastúlkur voru nokkurn tíma í gang í dag en jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfeik. En um miðjan hálfleikinn skoruðu Eyjastúlkur sjö mörk gegn aðeins einu mark ÍR og náðu þar með þægilegu forskoti. Munurinn hélt svo áfram að aukast í síðari hálfleik og sigurinn í raun mjög sannfærandi. Undir lokin fengu svo varamenn ÍBV að spreyta sig, m.a. Guðrún Ósk Guðmundsdóttir sem var að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik. Hún gerði reyndar gott betur því hún skoraði úr fyrsta færinu sem hún fékk og byrjar því meistaraflokksferilinn vel.