En Stjarnan komst þremur mörkum yfir þegar um 10 mín voru eftir. Þá settu okkar menn í þriðja gír og tóku góðan endasprett. Binni Kalli var í essinu sínu og skoraði hvert glæsimarkið á fætur öðru. Þegar 1 mín var eftir var staðan jöfn og ÍBV vinnur boltann. Strákarnir taka sér góðan tíma í sókninni og þegar um 20 sek voru eftir tekur ÍBV leikhlé. Það var notað til að skipuleggja leikfléttu, sem endaði á því að Vignir fékk boltann inn á línu og opið færi. Honum brást ekki bogalistinn og skoraði sigurmarkið. Lokastaða 27-28.
Binni Kalli er allur að komast í sitt rétta form, en hann sleit krossband í fyrra haust og missti af síðast vetri. Þá komu Einar Gauti og Bragi inn eftir meiðsli.