Góður árangur 6.flokks (yngra ár)
Um síðustu helgi tók 6.flokkur ÍBV þátt í 2.umferð Íslandsmótsins. Mótið fór fram í íþróttahúsi Fylkis.
Óhætt er að segja að strákarnir hafi staðið sig vel og árangur þrotlausra æfinga komið í ljós. A liðið spilaði 5 leiki í b-deild. Sigraði þar 4 og tapaði einum. Greinilega mikil framför frá fyrsta mótinu þar sem liðið vann einn leik en tapaði 5.
B-liðið spilaði 4 leiki í D-deild. Liðið sigraði 2 leiki, 1 jafntefli, og tapaði einum. Leikmenn b liðsins voru flestir (utan eins) að spila sínu fyrstu handboltaleiki og alveg ótrúlegt að sjá hversu fljótir þeir eru að ná jafnöldrum sínum af fasta landinu. Úrslit eru sem hér segir:
A lið
ÍBV – ÍR1 = 5 – 8
ÍBV – FH1 = 10-11
ÍBV – Haukar 1 = 9 - 8
ÍBV – Fylkir = 10 – 8
ÍBV – HK2 = 11 – 10
B lið
ÍBV2 – UMFA2 0 11- 4
ÍBV2 – Fylkir3 = 1-11
ÍBV2 – ÍR4 = 10-10
ÍBV2 – HK4 = 8 - 11
Þjálfar liðsins eru Siggi Braga og Kolbeinn Arnarson
Yfirþjálfari í þessari ferð var hinsvegar Daði Pálsson