Það var annar bragar á leik ÍBV gegn Haukum, en þegar liðin mættust í deildinni 23.okt. Þá lak slenið af stelpunum og Haukar komust í stöðuna 1-10 og þrátt fyrir góðan endasprett í þeim leik unnu Haukastelpurnar.
En í dag komu eyjastelpurnar vel stemmdar til leiks..
..og náðu strax öruggri forystu 7-1. Hana létu stelpurnar aldrei frá sér og staðan í hálfleik var 19-10. Það fór þó um áhorfendurum um miðjan seinni hálfleik þegar munurinn var orðinn þrjú mörk. En þá settu allir í fluggírinn bæði leikmenn og áhorfendur og sköpuðu þá frábæru stemmningu sem hefur verið ríkjandi í vetur. ÍBV spilaði frábærlega í lokin og með slíkri spilamennsku gæti liðið farið langt í keppninni.
Lokastaðan varð sjö marka sigur ÍBV; 36-29.
Mörk ÍBV:
Þórsteina | 10 |
Guðbjörg | 8 |
Ester | 7 |
Renata | 4 |
Hildur Dögg | 4 |
Sísí Lára | 1 |
Aníta | 1 |
Sandra | 1 |