Handbolti - ÍBV mætir ungmennaliði FH á morgun.

05.nóv.2010  12:31
Á morgun mun ÍBV fara í Kapplakrikann og mæta þar ungmennaliði FH. Þarna munu 2 ungmennalið eigast við þar sem okkar lið hefur sjaldan verið skipað eins ungum leikmönnum og raunin er þetta tímabilið. Til marks um það má benda á að...
..9 af 14 leikmönnum í síðasta leik eru gjaldgengir í 21 árs landslið Íslands. Birkir Már (19 ára), Bragi Magg (20), Brynjar Karl(19), Einar Gauti(18), Haukur (18), Kolbeinn (20), Sindri Gogga (19), Teddi (18) og Viggi (20).
Meðalaldur liðsins var 22 ár í síðasta leik og vegur þar aldur þjálfarans mjög þungt en Arnar er 34 ára þó hann beri það vissulega ekki utan á sér og er td sé leikmaður sem fer með minnstan pening í rakvélablöð á einu tímabili!
 
FH-ingar hafa byrjað mjög vel og unnu td Gróttu nokkuð örugglega í annarri umferð (27-23) en Gróttu er spáð efsta sæti þetta tímabilið.
 
Við skorum á alla hressa Eyjamenn að kíkja í Krikann á morgun og styðja strákana okkar.