Handbolti - Slök byrjun kostaði mikið

23.okt.2010  18:09
Stelpurnar töpuðu fyrir Haukum í dag 27-29. ÍBV-stelpurnar mættu daufar til leiks og eftir 15 mín. var staðan 1-10 fyrir Haukum. Þá kviknaði aðeins lífsmark hjá þeim og þær minnkuðu muninn í 6 mörk fyrir hlé. Staðan þá var 8-14.
Í seinni hálfleik fóru eyjastelpurnar að sína sitt rétta andlit. Minnkuðu muninn jafnt og þétt og munaði orðið 2 mörkum, þá misstu þær taktinn og Haukar komust í 7 mörkum yfir. En á lokamínútunum  gekk allt upp hjá ÍBV og þegar stutt var eftir var munurinn aðeins 1 mark og ÍBV var með boltann og gat jafnað. Þá var dæmdur ruðningur á ÍBV og Haukar brunuðu fram og gerðu sitt 29.mark og þar með út um leikinn.
 
Mörk ÍBV:
Guðbjörg Guðmannsdóttir 8,
Renata Howard 7,
Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 3,
Ester Óskarsdóttir 3 ,
Aníta Elíasdóttir 2,
Sigríður Lára Garðarsdóttir 2,
Hildur Dögg Jónsdóttir 1,
Lovísa Jóhannsdóttir 1.