ÍBV byrjaði leikinn ágætlega og voru yfir mest allan fyrri hálfleikinn þangað til undir lok hans þar sem ÍR náði að jafna stöðuna 15 - 15 í hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn vel þó svo að hann hafi verið mjög kaflaskiptur en þegar svona 10-15 mínútur voru eftir þá voru ÍR komnir yfir og ÍBV farið að elta þá. En svo kom aftur ágætis kafli hjá eyjamönnum og þeim tekst að minnka muninn í eitt mark. En þá ná ÍR-ingar hraðaupphlaupi og Vignir brýtur af sér og fær á sig dæmdar ósanngjarnar tvær mínútur og víti. Kolli fer þá að pirra sig á því og öskrar á dómarann og fær einnig dæmdar tvær mínútur. Ekki er þó að sjá að það hafi mikil áhrif á eyjamenn að vera tveimur færri. ÍBV skorar 3 síðustu mörkin og endar leiknum með jafntefli 30 - 30.
Ásættanleg úrslit miðað við það sem komið var en ÍBV klárlega með betra lið en þeir. Vörnin var ekki alveg nógu góð og markvarslan sæmileg. Sóknarleikurinn ágætur og ungu peyjarnir áttu fínan leik þó svo að þeir mættu alveg vera með meira egó og sækja meira á. Arnar Péturson spilaði hálfan seinni hálfleikinn og kom flottur inn þar sem Grétar meiddist á hné. Stemningin í liðinu var ágæt eftir leik og nú vita þeir alveg hverju þeir eru að mæta í bikarleiknum á Sunnudaginn. Allir að mæta!