...leikið í 2.deild undanfarin þrjú ár, en sú deild er eins og utandeild og lið vinna sig ekki upp um deild. Það er hinsvegar gott fyrir lið að byggja upp í þeirri deild. Við teljum að nú sé kominn tími til að stelpurnar reyni sig meðal þeirra bestu. Grótta og ÍR gerðu slíkt hið sama. Svavar Vignisson hefur verið ráðinn þjálfari og tekur hann við góðu búi frá Unni Sigmarsdóttur. Guðbjörg Guðmannsdóttir mun einnig þjálfa og leika með liðinu.
Svo er ÍBV í samningaviðræðum við leikmenn sem hafi leikið uppi á landi undanfarin ár.
Stjórn HSÍ samþykkti beiðni ÍBV og sendi okkur kveðju í leiðinni:
Fagnar stjórn HSÍ því að kvennalið ÍBV í meistaraflokki hafi verið endurvakið og einnig því að samgöngur við Vestmannaeyjar verði allt aðrar með hinni nýju Landeyjarhöfn.