Handbolti - Toppbaráttan

28.mar.2010  22:19
ÍBV hefur sigrað í 10 af síðstu 11 leikjum mfl. karla. ÍBV tapaði gegn Selfossi 22.janúar í hörkuleik.  ÍBV hefur unnið alla leiki sína heima, nema gegn Selfossi 14.nóv.  Sá leikur var spennandi og ÍBV var með sigurinn í hendi þegar annar dómarinn tók leikinn í sínar hendur og rétti Selfossi sigurinn. Eftir þann leik sagði þjálfari Selfoss, eyjamaðurinn Sebastian Alexandersson, að ÍBV ætti ekki eftir að tapa leik á heimavelli í vetur.  Hann hefur .......
 
 .....reynst sannspár fram að þessu. 
 
 
ÍBV, Selfoss og Afturelding eru í toppbaráttunni nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. ÍBV leikur næsta leik gegn Aftureldingu og Selfoss tekur á móti Þrótti. Umferðin fer fram á þriðjudaginn kl.19:30. Við skorum á Eyjamenn að mæta að Varmá í Mosfellsbæ og styðja strákana. Síðasta umferðin er leikin miðvikudaginn eftir páska. Þá leikur ÍBV heima gegn Víkingi.