Herrakvöld ÍBV var haldið s.l. laugardag og tókst það vel. Mikið fjölmenni var um 170 manns og voru menn á því að annar eins fjöldi hefði sjaldan verið í Akoges-húsinu. En það fór vel um alla enda allir sáttir hvor við annan. Kári Fúsa fór á kostum eins og vanalega ásamt Hjálmari Baldurs og aðstoðarfólki. Maturinn var hrein snilld.
Margt var til skemmtunar og stjórnaði Páll Scheving hátíðinni og gerði það vel. Hann sagði sögur af fólki og kom með nokkur skot á vini sína.
Handknattleiksdeild ÍBV vill þakka þeim sem lögðu okkur lið kærlega fyrir hjálpina.