Handboltalið ÍBV á erfiða leiki framundan á næstu vikum. Þeir hafa staðið sig upp og ofan það sem af er tímabili og er liðið búnið að koma sér í vænlega stöðu. Þeir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum sem verða haldin að lokinni venjulegri deildarkeppni. ÍBV var fyrsta liðið til að sigra Aftureldingu í dramatískum og spennandi leik, þeir sýndu alvöru eyja karakter, lentu undir en sigruðu með 3 mörkum. Einnig eru Selfoss leikir ekki fyirir viðkvæmar sálir.
Íþróttir eru frábærar, sérstaklega á þessum tíma þegar Ísland á í erfiðleikum, hvað er þá betra en að gleyma sér í spennandi leik af handbolta eða fótbolta. Stelpurnar eru líka að standa sig vel þær eru ofarlega í 2.deildinni en þær eru að byrjar aftur eftir að þurfa að nokkura ára hlé með mfl. Eru þær að gera góða hluti og mjög hæfileikaríkir leikmenn að koma upp, einnig eru gamlar kempur að komnar aftur. Einnig eru þær að taka þátt í úrslitakeppni von bráðar hvet ég einnig alla til að mæta á þá leiki. Ekki eru leikirnir framundan af verri endanum. Fyrirkomulagið í úrslitakeppninni er þannig að fyrsta sætið í 1.deild fer beint upp en liðin í 2,3 og 4 sæti spila til undanúrslita við liðið sem er í örðu neðsta í N1-deildinni. Spila þessi lið um það hvert liðið spilar í N1-deildinni að ári. ÍBV er öruggt í keppnina sem hefst 23. apríl næstkomandi, þetta er barátta uppá líf og dauða. Ef við ætlum okkur að komast upp í N1-deildina að ári þá þurfum við alvöru eyja stuðning. Ég man þegar það var varla hægt að komast í Íþróttamiðstöðina fyrir fólki. Það var fólk allstaðar og stemmningin var frábær. Ljónagryfjan eins og hún var kölluð, menn voru smeykir við það að koma til eyja og spila því það var tekið svo vel á því bæði á vellinum og á bekkjum utan vallar, þurftu menn oft að taka langan bíltúr til að ná sér niður af spennunni sem myndaðist á leiknum. Ekki er liðið í ár af verri endanum Gömlu kempurnar eru á sínum stað Arnar Pétursson kominn aftur, Siggi Braga á sínum stað, Sindri Haralds stöðugur í vörninni og margir efnilegir og góðir leikmenn, hver veit nema Svavar taki nokkrar mínútur af spiltíma. Rifjum upp gamlar minningar og mætum á leikina sem eftir eru af handboltanum lofað er spennu og baráttu á leikina í undanúrslitum komum ÍBV aftur í úrvalsdeildina. Sýnum Arnari sem kominn er aftur að fátt hefur breyst og mætum á leiki fyllum Íþróttamiðstöðina og mætum í “Ljónagryfjuna”.
Birkir Már Guðbjörnsson