Þrátt fyrir sannfærandi sigur hafa Eyjastúlkur leikið betur í vetur. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var ekki mjög burðugur og slakt lið ÍR átti ekki í miklum vandræðum með að finna réttu leiðin í gegnum vörn ÍBV. Hins vegar lagaðist vörnin mikið í síðari hálfleik og var sérstaklega gaman að sjá hina ungu Sigríði Láru Garðarsdóttur stela hverjum boltanum á fætum öðrum. Hins vegar var nýting dauðafæra það sem helst fór úrskeiðis hjá ÍBV, eitthvað sem má ekki klikka gegn sterkari liðum en ÍR. Stelpurnar komust þó upp með það í kvöld, eins og áður sagði.
Mörk ÍBV:
Guðbjörg | 13 |
Sigríður Lára | 5 |
Hekla | 5 |
Kristrún | 4 |
Anna María | 2 |
Aníta | 2 |
Sandra | 1 |
Þórsteina | 1 |
Rakel | 1 |