ÍBV átti í vandræðum með Þrótt í síðasta leik og máttu þakka fyrir að vinna hann með eins marks mun. Í dag léku strákarnir gegn Fjölni og það var ekki bjart útlitið fyrir leik. Ingólfur puttabrotinn, Bragi tognaður, Siggi Braga, Sindri Haralds og Vignir Stefánsson allir veikir.
Sindri og Vignir léku þó með og var ekki hægt að sjá það í leiknum að það amaði eitthvað að þeim léku báðir mjög vel.
Það sama má segja um alla leikmenn ÍBV, allir klárir í þennan leik. Anton Eggertsson lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og stóð sig vel. Einnig var gaman að sjá annan ungan leikmann, markmanninn Hjörvar Gunnarsson sem kom inná og varði 5 skot, flest af stuttu færi. Einar Gauti Ólafsson lék í hægri skyttustöðuni og skilaði því hlutverki vel.
Varnarleikur ÍBV var góður og lék Arnar Péturs stórt hlutverk í honum, auk þess að spila mjög vel í sókninni. Annars má segja að allir leikmenn ÍBV léku vel, sigruðu 36-20 og komust með sigrinum fimm stigum fram úr næsta liði, Víkingi. En það er stutt upp í liðin fyrir ofan Afturelding er þremur stigum ofar og Selfoss fjórum.
Nú fær ÍBV smá pásu og situr hjá í næstu umferð. Vonandi verða allir orðnir heilir þá. Næsti leikur ÍBV gegn ÍR á útivelli 13.mars.
Mörk ÍBV:
Arnar | 7 |
Leifur | 7 |
Vignir | 6 |
Einar Gauti | 4 |
Davíð | 3 |
Óttar | 2 |
Sindri Ó | 2 |
Sindri H | 2 |
Grétar | 1 |
Anton | 1 |
Pálmi | 1 |