Handbolti - Frábær barátta hjá stelpunum

20.feb.2010  18:15
Stelpurnar í ÍBV spiluðu líklega sinn besta leik í vetur þegar liðið tók á móti efsta liði 2. deildar, Gróttu sem hafði fyrir leikinn ekki tapað stigi í vetur.  Eyjastúlkur voru hins vegar ekkert smeykar gegn toppliðinu, byrjuðu af miklum krafti og voru sex mörkum yfir í hálfleik 22:16.  Mestur varð munurinn tíu mörk í seinni hálfleik en lokatölur urðu 38:30 ÍBV í vil.
Eins og áður sagði hefur Grótta borið höfuð og herðar yfir önnur lið í 2. deildinni í vetur.  Liðið er með 24 stig eftir 13 leiki á meðan ÍBV er í þriðja sæti með 15 stig eftir 12 leiki. 
 
Mörk ÍBV: Anna María Halldórsdóttir 10, Guðbjörg Guðmannsdóttir 9, Hekla Hannesdóttir 7, Aníta Elíasdóttir 5, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Kristrún Hlynsdóttir 2, Lovísa Jóhannsdóttir 1, Sandra Gísladóttir 1, Gígja Óskarsdóttir 1.
 
Í markinu stóðu þær Birna Þórsdóttir, Vigdís Sigurðardóttir og Berglind Dúna Sigurðardóttir og stóðu sig vel.