Handbolti - Bein lýsing frá leik ÍBV-ÍR

05.des.2009  12:58
Staðan í leik ÍBV og ÍR hálfleiks tölur eru 12-18 fyrir ÍBV... vegna vinsamlegra tilmæla frá Daða Magg þá hef ég ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á þessari lýsingu, hann er í tölvunarfræði og verð ég að hlusta á hann. Ýtið á meira og þið fáið nú frábæra lýsingu á þessum annars stórskemmtilega leik.
Leiknum er lokið með tveggja marka sigri ÍBV, verðskuldaður sigur þar sem ÍBV mætti miklu grimmari. ble ég ætla að fara og fagna með þeim.. 
 
29 mín og hálf. Grétar fær 2 og ÍR víti sem þeir klúðra úr
 
29. mín og svavar tekur leikhlé staðan er 27-29
 
28 mín. síðari hálfleik, Sindri Har með 2 gríðarlega mikilvæg mörk og er hreinlega að klára leikinn. staðan er 26-29
 
27 mín búnar af síðari hálfleik staðan er 24-27 Bragi var að skora af línunni en ír fljótir í sókn og refsa
 
Siggi skorar mikilvægt mark og ÍR tekur leikhlé staðan er 22-26 og rúmar 4 mín eftir
 
25 mín af síðari hálfleik staðan er  22-25
 
22. mín síðari hálfleik staðan er 20-25. Siggi B og Brynjar(ÍR-ingur) eru að skiptast á að skora. og rétt í þessu var óttar að sækja sér 2 mín fyrir brot á Brynjari
 
19 mín. síðari hálfleik hefur Svavar ákveðið að leggja út tromp, Óttar steingrímsson er kominn í sóknarleikinn til að laga það sem betur mætti fara, staðan er 19-23
 
18 mín liðnar síðari hálfleik og staðan er 18-22 það er komin mikil barátta í leikinn, ekkert er hægt að setja út á dómgæsluna því hún er nokkuð stabíl
 
13 mín síðari hálfleik: staðan er 15-21 og er eitthvað hikst á sóknarleik ÍBV en ekkert alvarlegt
 
10 mín eru liðnar af síðari hálfleik og er staðan 14-20 og er Kolli að éta hornamenn
 
5 mín liðnar af síðari hálfleik og er staðan 13-20. það heyrist meira í bekknum hjá ÍBV en stúkunni hjá ÍR
 
síðari hálfleikur er hafin og eftir 2 mín er staðan 12-19 og sínist mér ÍBV ætla að halda uppteknum hætti  
 
 
fyrri hálfleikur hefur þróast þannig að ÍBV mætti mun grimmara til leiks og hefur þannig verið að taka marga 50/50 bolta, Kolli er að verja mjög vel og eiga ÍR-ingarnir fá svör við þessum varnarleik. Sóknarlega er ÍBV að leysa vandamálin vel.