Handbolti - Góður sigur á Aftureldingu

28.nóv.2009  15:20
Afturelding tapaði sínum fyrsta leik í vetur í dag þegar þeir komu til Vestmannaeyja. ÍBV-liðið mætti hungrað í sigur eftir að hafa tapað tveimur síðustu leikjum naumt. Afturelding var þó yfir í hálfleik og geta þakkað það markverði sínum Smára Guðfinnssyni, sem var þeirra besti maður.
ÍBV fór ílla með dauðafærin í leiknum, en vörnin var góð. Svavar hvíldi Arnar í sókninni á kafla og lét Grétar leika fyrir utan. Að þessu sinni köstuðu Eyjapeyjar ekki frá sér sigrinum, héldu út allan leikinn og stóðu uppi með þriggja marka sigur 29-26.  Leifur átti góðan leik og skoraði 9 mörk.
 
Strax eftir leikinn fóru ÍBV-strákarnir að landa upp úr Huginn Ve. Þeir gera það til fjáröflunar. Mjög duglegir strákar, sem örugglega eru syngjandi glaðir í lestinni....Aaaa...dúrýdara...dúrýdara....dúrý.....DEI!
 
Mörk ÍBV
Leifur9
Sigurður6
Vignir5
Arnar3
Ingólfur3
Grétar1
Bragi1
Sindri H1