Bikarinn kemur ekki til Eyja í ár! Báðir leikirnir töpuðust gegn Fram.
Stelpurnar voru fyrirfram ekki sigurstranglegar gegn sterku Framliði. En þær báru þó fullmikla virðingu fyrir þeim og hefðu mátt taka fastar á þeim í upphafi. Fram vann 22-40.
Leikur strákanna var mjög spennandi og ÍBV síst slakari aðilinn í leiknum. Þrjú vítaköst fóru forgörðum hjá okkur og vóg það þungt. Fram vann 26-28.
Þessir leikir fara í reynslubankann hjá ungum leikmönnum ÍBV. Mikill fjöldi fólks mætti og studdi við bakið á þeim.
Strákarnir eru búnir að sýna það í síðustu leikjum að við erum með lið sem getur verið að berjast um að komast í efstu deild.
Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 5, Rakel Hlynsdóttir 4, Hekla Hannesdóttir 3, Anna María Halldórsdóttir 2, Aníta Elíasardóttir 1Gígja Óskarsdóttir 1, Lovísa Jóhannsdóttir 1, og Sandra Gísladóttir 1.
Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 9, Vignir Stefánsson 5, Arnar Pétursson 4, Leifur Jóhannesson 3, Sindri Haraldsson 2, Bragi Magnússon 2 og Ingólfur Jóhannesson 1