Bryggjudagur ÍBV

24.júl.2009  14:27
Bryggjudagur handboltadeildar ÍBV – íþróttafélags og Skeljungs verður laugardaginn 25. júlí í Fiskmarkaðshúsinu í Friðarhöfn.
•    Fiskmarkaður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda, siginn fiskur, steinbítur, lúða, saltfiskur, ýsa, skötuselur, humar og margt fleira.
•    Grímur kokkur verður með kynningu á ýmsum vörum.
•    Dorgkeppn i  fyrir börn í umsjón Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja.  Veiði hefst kl. 13:00 á Nausthamarsbryggju.
•    Sölubás með ÍBV –varningi, bolir, grillsvuntur ofl.
•    Ýmsir leikir fyrir börn.  
•    Tuðruferðir og jetski frá 11:00 – 13:00 ef veður leyfir. Verð 100 kr. í tuðru, 500 kr. á jetski.
•    Veitingar í umsjón stuðningskvenna handboltdeildarinnar.

ÍBV vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta til að leggja góðu málefni lið.