Deildarbikarkeppni HSÍ í 6 flokki var haldin um síðustu helgi og var leikið í Kópavogi. ÍBV sendi fjögur lið til keppni og var árangurinn frábær. C.lið ÍBV varð Deildarbikarmeistari og vann alla sína leiki. Þjálfari þeirra er Unnur Sigmarsdóttir.
Kepnnin hófst á laugardeginum með riðlakeppni. Þetta var góður dagur og uppskeran eftir tólf leiki var að ÍBV liðin unnu ellefu. Öll liðin fjögur komust í milliriðla, en tvö lið úr hverjum riðli komst áfram. Það voru því þreyttir en glaðir peyjar sem fengu grillaða handborgara að launum frá fararstjórunum um kvöldið. Fararstjórar voru meðal annars gamalreyndir handboltakappar s.s. Viðar Einars, Halli Hannesar og Nonni Loga.
Milliriðlar fóru fram á sunnudagsmorgninum. A liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn voru jafnir KR að stigum og markatölu en þar sem KR hafði skorað einu marki meira komust þeir í að spila um gullið. Kostaði þetta tár á barmi metnaðrfullra keppnismanna okkar. Þeir enduðu í fjórða sæti. Bliðið náði líka góðum árangri og endaði í fimmta sæti. C liðið kórónaði góða helgi og heim með bikarinn.