Sigur í fyrsta heimaleik
IBV spilaði sinn fyrsta heimaleik í vetur og voru það þróttarar sem voru fyrsta fórnarlamp heimamanna.
Leikurinn byrjaði vel og komu heimamenn ákveðnir til leiks. Vörnin var þétt og þar fyrir aftan stóð Kolbeinn sem varði þau fáu skot sem rötuðu að marki heimamann. Eftir 10 min var staðan 6-2 fyrir heimamenn og virtist sem auðveldur leikur væri framundan. Gestirnir gáfust aldrei upp á náðu að minnka munin niður í 14-12 þegar IBV tók leikhlé. Heimamenn hresstust aðeins eftir leikhlé og var staðan í hálfleik 17-13 fyrir heimamenn.
IBV byrjaði svo seinni hálfleik af miklum krafti og náðu mest 8 marka forskoti 22-14 og aftur leit út fyrir að heimamenn ætluðu að innbyrða öruggan sigur en gestirnir komu þó til baka og minnkuðu aftur munin og nú niður í 1 mark og var farið að fara um marga í höllinni. Eyjastrákarnir sýndu þó karakter í lokinn og unnu með þriggja marka mun 31-28.
Tölfræði IBV
Siggi Br =12/7 ---- 3 tapaðir boltar
Leifur =9/6---------3 tapaðir boltar
Sindri Ó= 6/5
Sindri H= 7/4----- 1 tapaður bolti
Svavar V =3/3
Grétar Ey= 5/3
Vignir St=2/2
Daði P= 4/1
Brynjar k= 2/0-----------2 tapaðir boltar
Kolli 11 skot varin
Friðrik 10 skot varin
Að mati undirritaðs var maður leiksins Sindri Ólafsson sem var með mjög góða nýtingu og spilaði einnig mjög vel í vörn