A og B-lið 5.flokks karla lék í úrslitakeppninni á Akureyri um helgina. A-liðið vann alla sína leiki og leikur því undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn næstu helgi.
A-liðið byrjaði að vinna Fjölni 3-2 þá Fjarðabyggð/Leikni 6-2 og endaði að sigra KA 4-1.
B-liðið vann tvo leiki stórt en tapaði einum leik. Gaf liðinu möguleika að komast í undanúrslitaleikinn með besta árangur liðanna í 2.sæti. Hins vegar enduðu tvö lið með 7 stig í öðrum úrslitariðlinum og B-lið ÍBV kemst því ekki í undanúrslitaleikinn.
B-liðið byrjaði á að tapa gegn Fjölni 2-4, sigraði svo Fjarðabyggð/Leikni 8-1 og endaði svo með stórsigri á KA 6-1.
Strákarnir voru félaginu til sóma í ferðinni og létu langt og erfitt ferðalag ekki hafa áhrif á sig. Klárlega framtíðarleikmenn Eyjanna. Um næstu helgi leika svo C og D lið 5 flokks í úrslitakeppninni og fer hún fram á Þróttaravelli í Reykjavík.