Spírur frá Þorlákshöfn.

27.júl.2008  16:25
Eins og allir vita, sem komið hafa nálægt brennunni á Fjósakletti þarf spírur til að festa brennuna saman og vírbinda. Nú er svo komið að ekki er spírur að hafa lengur í Eyjum, öðruvísi mér áður brá, spírur eru notaðar í fiskhjalla. Nú voru góð ráð dýr, haft var samband við mann í Þorlákshöfn, sem heitir Hallgrímur Sigurðsson fiskverkandi. "Ekki málið", sagði Hallgrímur strax, "hvenær þurfið þið spírurnar". Hallgrímur fór með spírurnar í Herjólf, áhöfnin afgreiddi málið með stæl, málið leyst.
Þetta eru dæmigerð viðbrögð, þegar redda þarf einhverju í sambandi við Þjóðhátíðina. Allir tilbúnir á tánum. Við sendum Hallgrími og starfsmönnum hans í Þorlákshöfn, ásamt Herjólfsmönnum þakklæti fyrir frábæra afgreiðslu.