ÍBV hélt áfram góðu gengi sínu í kvöld. Nú var það Afturelding sem var í heimsókn, en fyrir leikinn voru þeir í sætinu fyrir ofan okkur. ÍBV var mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu oft með fjórum mörkum. En í seinni hálfleik virkuðum við værukærir og leikmenn Aftureldingar nýttu sér það og komust yfir í lokin. En sigurviljinn var okkar og uppskárum við tveggja marka sigur 31-29. Bestu menn okkar voru Nikolaj og Leifur. Leifur hefur verið að bæta sig mikið í síðustu leikjum.
Nú þegar þrjár umferðir eru eftir erum við jafnir Aftureldingu að stigum, en þeir með betri markatölu. Við þurfum því að ná í stig í þessum leikjum sem eftir eru. Næsti leikur er hér heima á laugardaginn gegn HK. Leikurinn fer fram í gamla góða salnum.