Helgina 7. 9. mars fór fram 4. umferð í Íslandsmóti í 6.fl. kvenna . ÍBV sendi þrjú lið til keppni A, B og C lið, spiluðu öll liðin í 1. deild.
Um framkvæmd mótsins sá ÍR og var spilað í Austurbergi og Seljaskóla. ÍBV liðin höfðu ekki spilað í móti síðan í lok nóvember þar sem allt var ófært í febrúar þegar 3.mótið fór fram. En þrátt fyrir það stóðu stelpurnar sig mjög vel, C-liðið vann fyrstu deild í þriðja skiptið í vetur, B-liðið varð í 3 4 sæti ásamt HK en A-liðið endaði í 5 6 sæti þær töpuðu þrem leikjum með einu og tveim mörkum. Í 6.fl. er stór hópur af frábærum stelpum sem æfa mjög vel og eiga þær bara eftir að verða betri.
Síðasta mót vetrarins fer fram hér í Eyjum helgina 2. 4. maí.