Handbolti - 6 fl karla á Selfossi

12.mar.2008  13:50

Um helgina fór 6 fl karla á Selfoss að keppa, langt var síðan þeir kepptu síðast þar sem síðustu ferð var frestað vegna veðurs. Fyrirkomulag Mótsins var deildarmót og spila þá liðin í ákveðni deild eftir útkomu úr Síðustu mótum, A- og C lið spiluðu bæðu í 1 deild og b- liðið í 2 deild

Öll liðin voru að standa sig vel A- liðið vann 3 leiki og tapaði 2 og endaði í 2 sæti B-liðið spilaði í 2 deild og vann 3 leiki og tapaði 1, þar voru tvö lið jöfn og lentum við í 2 sæti á innbyrðisleik C-liðið spilaði í 1 deild og vann 4 leiki og gerði eitt jafntefli og tvö lið urðu jöfn og lentum við 2 sæti á markatölu.

Við þjálfararnir erum sátt við frammistöðu drengjanna á mótinu og voru strákarnir til fyrirmyndar. Síðasta mótið er úrslitamót en þau fara fram þann 2- 4 maí á Akureyri. Framtíðin er sannarlega björt í handboltanum.