Margur Vestmannaeyingurinn varð undrandi á laugardagsmorgun kl 06:30 á leið til vinnu sinnar og mætti hópi af hermannaklæddum 10 og 11 ára strákum í útihlaupi. Ástæðan var Boot Camp æfing hjá 5.flokki karla. Strákarnir mættu kl 21:00 á föstudagskvöld í Týsheimilið og æfðu fram yfir miðnætti. Það tók því ekki að fara heim og því sváfu strákarnir í íþróttasalnum. Kl 06:00 var vaknað og farið beint í útihlaup. Þá tók við fjallganga upp á Helgafell,
.
.
.
.
"Á toppnum - með bæinn í baksýn"
Frá Helgafelli var hlaupið í Týsheimilið og tekin klukkutíma æfing. Aftur var hlaupið og nú í Hressó þar sem Hafdís Kristjáns sá um teygjuæfingar og slökun.
"Eftir allt erfiðið var gott að komast í teygjur og slökun"
Eftir hlaup í íþróttahúsið enduðu strákarnir á að synda í hálftíma.
"Hópurinn sem kláraði heræfinguna"
Eftir sundið fóru strákarnir heim í hádegismat áður en hefðbundin æfing hófst kl 13:00.
Það er alveg ljóst að í þessum flokki eru margir járnkarlar.sem láta ekkert stoppa sig.