Handbolti - Góðir sigrar unglingaflokka stráka og stelpna

19.des.2007  13:30

Strákarnir í unglingaflokki handboltans léku við Hauka að Ásvöllum í gær. Peyjarnir okkar sigruðu í miklum baráttuleik 31-29. Leikurinn var í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar. Okkar strákar áttu lengst af í vök að verjast gegn Haukunm. Lentu t.d.undir 20-25, en tókst með mikilli baráttu að komast yfir, og sigra með tveimur mörkum.

Stelpurnar í unglingaflokki léku tvo leiki í gær og í dag gegn HK. Leikurinn í gær tapaðist 25-27, markahæst var Sædís Magg. með 8 kvikindi, Elísa 5. Í dag snérist dæmið við og ÍBV sigraði 27-24. Elísa var markahæst í dag með 7 mörk, Kristrún og Anna María 5 hvor. Að sögn Unnar Bjargar þjálfara liðsins vantar liðið sárlega fleiri leiki miðað við andstæðingana. Þetta voru fyrstu heimleikir liðsins í vetur, meðan lið fyrir sunnan eru búin leika 15-17 leiki í haust og vetur.