Handbolti - Leikir Helgarinnar hjá yngri flokkum

29.nóv.2007  11:40

Það er nóg að gera um helgina og eiga allir flokkar leiki.

2.flokkur karla fer til Reykjavíkur á föstudaginn og spilar Bikarleik á móti KR í DHL-Höllinni klukkan 16.45. KR er ekki með lið í Íslandsmóti en tekur þátt í bikarnum, ÍBV hefur ekki spilað leik frá því 4.nóvember þegar þeir unnu Fjölni 31-13.

4.flokkur Karla á leik við Fylki hér heima á laugardaginn klukkan 14.00. Strákarnir hafa tapað 3 en unnið 1 eru í 7. sæti með 2 stig. Fylkir hefur unnið 2 leiki af 3.

4. flokkur kvenna A-lið á tvo leiki um helinga og eru þeir báðir við Fram. Fyrri leikurinn er 17.00 og laugardaginn og seini á sunnudaginn klukkan 11.00. ÍBV hefur spilað 3 leiki og unnið 1. Fram hefur spilað tvo leiki tapað einum en unnu ÍBV 13-11 og því má búast við spennandi leik milli þessara liða.

Unglingaflokkur fer til Reykjavík á sunnudaginn og spilar í 32-liða úrslitum við Hauka2 á Ásvöllum klukkan 14.15. Peyjarnir byrjuðu mótið mjög vel unnu fyrstu fjóra leikina en hafa tapað tveim í röð móti VAL heima 25-31 og á móti Aftureldingu úti 28-24. ÍBV er í öðru sæti með 8 stig meðan Haukar eru í 4 sæti með 5 stig.

Hvetjum við alla til að mæta á leikina og styðja ÍBV!