Eftir góðan sigur á Aftureldingu nú um helgina kemur næsti leikur og er hann á móti HK í Digranesi.
HK er með gríðalega sterkt lið og er í öðru sæti með 15 stig eftir 10 leiki, hefur unnið 7 gert 1 jafntefli og tapað 2. HK hefur unnið tvo síðustu leiki unnu Aftureldingu nokkuð sannfærandi 24-20 og Akureyri 26-27 þar sem Akureyringar voru nálægt því að jafna.
Markvörður Egidijus Petkevicius er einn af betri markvörðum á landinu hefur varið 13,2 bolta af meðaltali í 10 leikjum, þar á meðal helming af vítum sem hann HK liðið hefur fengið á sig. Útileikmenn: 5 leikmenn hafa skorað yfir 30 mörk Augustas Strazdas 47, Tomas Eitutis 40, Ragnar Hjaltested Ragnarsson 40, Árni Björn Þórarinsson 32 og Gunnar Steinn Jónsson 31 og eru þetta aðal menn HK ásamt varnarjöxlunum Sergey Petraytis og Sigurgeir Árna Ægissyni.
ÍBV er í neðsta sæti með 2 stig eftir 11 leiki og er 4 stigum á eftir liði Akureyrar og Aftureldingar. ÍBV tapaði á móti Stjörnunni 44-18 og spiluðu hræðilega en unnu nú síðast Aftureldingu 24-23 í spennandi og skemmtilegum leik. Markverðir ÍBV Kolbeinn Aron Ingibjargarson og Friðrik Þór Sigmarsson eru með 15 bolta varða í leik að meðaltali. Útileikmenn: Líklegt byrjunarlið Kolbeinn Friðrik. Sergey Trotsenko, Zilvinas Grieze, Sindri Haraldsson, Grétar Eyþórsson, Leifur Jóhannesson og Nikolav Kulikov.
Hvetjum við alla Eyjamenn í Reykjavík og vini þeira að mæta á leikinn og sjá ÍBV liðið spila á móti stórliði HK.