Handbolti - Góður Sigur ÍBV á Aftureldingu

26.nóv.2007  14:34

ÍBV vann gríðalega mikilvægan sigur á liði Aftureldingar síðasta laugardag, staðan í hálfleik var 9-13 fyrir Aftureldingu en lokatölur voru 24-23Leikurinn var jafn á öllum tölum í byrjun með annars 2-2 og 4-4 en síðan náði Afturelding góðum kafla og komst í 4-10, ÍBV náði að minnka muninn og staðann í hálfleik 9-13.

Eyjamenn komu mjög sterkir inn í seinni hálfeik og jöfnuðu leikinn um miðbik hálfleiksins og héldu áfram að bæta leik sinn, náðu þriggja marka forystu, 23:20 þegar sjö mínútur voru eftir. Þá vöknuðu gestirnir aftur, minnkuðu muninn niður í eitt mark, 23:22 og enn fimm mínútur eftir.

En Eyjamenn héldu út, náðu aftur tveggja marka forystu en Mosfellingar minnkuðu muninn aftur þegar tíu sekúndur voru eftir en lengra komust þeir ekki, Eyjamenn héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu innilega langþráðum sigri.

Mörk ÍBV: Sergey Trotsenko 8, Zilvinas Grieze 7, Sindri Haraldsson 4, Grétar Þór Eyþórsson 4/1, Leifur Jóhannesson 1.

Bestu menn ÍBV: Sergey og Zilvinas voru mjög góðir í seinni hálfleik, liðsheildin tryggði ÍBV sigurinn

Varin skot: Friðrik Sigmarsson 17. Kolbeinn kom ekki við sögu.

Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 6/2, Daníel Jónsson 5, Reynir Árnason 4, Haukur Sigurvinsson 3, Magnús Einarsson 2, Ásgeir Jónsson 1, Jón Andri Helgason 1, Bjarki Sigurðsson 1.

Bestu menn Aftureldingar: Davíð Svansson lokaði markinu á köflum og varði mörg dauðafæri.

Varin skot: Davíð Svansson 25 og lokaði markinu á kafla í fyrrihálfleik.

Áhorfendur: 150 létu vel í sér heyra og skapaðist góð stemming.

Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson héldu tökum á leiknum og dæmdu mjög vel.

Leikmenn ÍBV vilja þakka áhorfendum fyrir að mæta á leikinn og styðja okkur.