Í kvöld klukkan 20.00 hefst leikur Stjörnunar og ÍBV í mýrinni í Garðarbæ.
Stjarnan er í 4.sæti deildarinnar með 11 stig og á inni einn leik á önnur lið. ÍBV eru í neðsta sæti deildarinar með ekki nein stig.
Stjarnan tapaði illa á móti HK á heimavelli í síðasta leik 21-29 á meðan ÍBV tapaði á móti Haukum á heimavelli 23-37.
Góðar fréttir fyrir ÍBV liðið er að Sigurður Bragason getur spilað leikinn en fær mjög líklega 2.leikja bann fyrir rauðaspjaldið sem hann fékk á móti Haukum, missir hann því af leikjum ÍBV-Aftureldingu og HK-ÍBV.
Hópur kvöldsins skipast af markverðir: Friðrik Þór Sigmarsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson, Aðrir leikmenn: Sigurður Bragason, Leifur Jóhannesson, Nikolav Kulikov, Grétar Þór Eyþórsson, Sindri Haraldsson, Hilmar Á Björnsson, Eyþór Björgvinsson, Brynjar Karl Óskarsson, Grétar Stefánsson, Zilvinas Grieze, Vignir Stefánsson, Sindri Ólafsson og Davíð Þór Óskarsson. Davíð mun styrkja lið ÍBV mikið og má búast við miklu af honum eftir áramót. Gintaras mun ekki spila þennan leik en kemur mjög líklega inn í liðið í næstu leikjum.
Nýi leikmaðurinn Sergey Trotsenko er væntanlegur til landsins á fimmtudaginn og ætti því að ná leiknum á móti Aftureldingu á laugardaginn og eru það mjög góðar fréttar fyrir ÍBV. Sergey er 30 ára og leikur í stöðu hægri skyttu.
Leikir ÍBV hafa ekki verið nógu góðir hingað til nokkuð kaflaskipt og lélegu kaflarnir mun fleiri en þeir góður. Með Sergey og Davíð Þór mun lið ÍBV styrkjast mjög mikið og hópurinn stækka og hægt verður að rútína meira fyrir útan.
Hvetjum við alla Eyjamenn að mæta á leikinn í kvöld og sjá ÍBV berjast fyrir stigunum tveim sem í boði eru.