Handbolti - Leikir Helgarinnar hjá yngri flokkum

15.nóv.2007  14:42

Nóg að gera um helgina og þó aðalega í Reykjavík .

Á Föstudaginn.

Unglingaflokkur kvenna á leik við HK 2 í Digranesi klukkan 16.00 í 16.liða úrslitum í bikar. Stelpurnar hafa tapað fyrstu tvem leikjum sínum á móti Fylki og síðustu helgi á móti Fram. Liðið er ungt og eru flestir leikmenn á yngsta ári.

Á laugardaginn.

4.flokkur karla fer upp á land og spilar við Val í Vodafone höllinni klukkan 14.00 á laugardaginn og strax á eftir honum við Gróttu á Seltjarnarnesi klukkan 17.00, Nóg að gera hjá stráknum tveir leikir á einum degi. Peyjarnir eru 6.sæti hafa unnið einn leik en tapað einum.

B.lið 4.flokks kvenna á leik á móti Þrótti hér heima klukkan 16.00 á laugardaginn. Búast má við spennandi leik í þessum botnslag, bæði lið eru stigalaus eftir 3 leiki.

Á Sunnudaginn.

2.flokkur karla fer til Reykjavíkur og spilar í 16.liða úrslitum í bikar á móti KR í DHL-Höllinni klukka 12.00 á sunnudaginn. Strákarni eru í efsta sæti eftir 4 leiki hafa unnið 3 en tapað einum.

Unglingaflokkur karla á leik við Aftureldingu klukkan 15.00 á Varmá. Strákarnir hafa byrjað móti rosalega vel og hafa unnið fyrstu 4 leiki sína.

Nóg er að gera hjá Vigni Stefáns og Brynjari Karl, þeir eiga leik hjá meistaraflokki á laugardaginn og fara síðan upp á land á sunnudaginn og spila leik með 2. flokki og eru síðan lykillmenn í unglingaflokki, 3 leikir á einum sólahring.

Hvetjum við alla til að kíkja á leikina og styðja ÍBV.