Fram vann góðan sigur á ÍBV í N1 deild karla á laugardaginn, Fram 38 ÍBV 26.
Mikið jafnræði einkenndi leikinn í fyrri háfleik og var jafnt á öllum tölum. Eyjamenn komust yfir 12-14 þegar lítið var eftir af fyrrihálfeik. Þá kom slæmur kafli hjá Eyjamönnum og náðu Framarar að breyta stöðunni í 17-15 fyrir leikhlé.
Lið Eyjamanna mætti sofandi inn í seinni háleik og skoraði Fram fyrstu 10 mörkin í síðari hálfleik, kom fyrsta mark ÍBV eftir 10 mínutur í síðari hálfleik. Komust Framarar í 24-15 og 29-17. Eftir þetta áttu Eyjamenn aldrei séns og lokatölur 38-26.
Markaskorarar Fram voru:
Jóhann Gunnar Einarsson 12, Filip Kliszcyk 6, Hjörtur Hinriksson 3, Haraldur Þorvarðarson 3, Jón Björgvin Pétursson 3, Daníel Berg Grétarsson 3, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Zoltán Bragi Belányi 2, Rúnar Kárason 2 og Guðjón Finnur Drengsson 1.
Björgvin Páll Gústavsson varði ágætlega í fyrriháleik, Magnús Gunnar Erlendsson kom inná í síðari og átti frábæran leik og lokaði markinu um tíma.
Bestu menn fram Jóhann Gunnar Einarsson og Magnús Gunnar Erlensson
Markaskorarar ÍBV voru:
Sigurður Bragason 5, Leifur Jóhannesson 5, Zilvinas Grieze 5, Nikolaj Kulikov 4, Sindri Haraldsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 1, Óttar Steingrímsson 1, Vignir Stefánsson og Brynjar K. Óskarsson 1
Friðrik Sigmarsson og Kolbeinn Arnarsson vörðu ágætlega í marki ÍBV.
Bestu menn ÍBV Sindri Haraldsson, Zilvinas Grieze og svo átti Kolbeinn góða innkomu í seinni hálfeik
Eitthvað verður að breytast í leik ÍBV og þá sérstaklega fyrstu 10 mínuturnar í síðari hálfeik sem hafa verið mjög lélegar og sá leikkafli sem hefur klúðrað leikjum ÍBV. Næsti leikur ÍBV laugardaginn 17 á móti Haukum hér í Eyjum.