6. flokkur karla tók þátt í fyrsta fjölliðamóti vetrarins um helgina. Keppnin var í umsjón FH og fór fram í Hafnafirði, og stóðu þeir sig afar vel í framkvæmd eins og þeirra var von og vís. Mótið var fjölmennt en við í ÍBV mættum til leiks með 4 lið, A (fæddir 96), B (fæddir 96), C (fæddir 97) og C2 (fæddir 97). Alls voru því 32 Eyjapeyjar þátttakendur í mótinu. Riðlakeppni hófs snemma morguns á laugardag og drengirnir okkar sýndu strax að það er ekki tilviljun að Vestmannaeyjar eru kallaðar íþróttabær. Ekki einungis voru þeir sjálfum sér til sóma innan vallar og utan, heldur var árangur liðanna umfram það sem hægt er að ætlast til. A og C lið luku sínum leikjum fyrir hádegi og tryggðu sér snemma sannfærandi sæti í milliriðlum. C liðið lauk til að mynda milliriðlum með markatöluna 96 13. B og C2 hófu svo keppni eftir hádegi. B liðinu tóks ætlunarverk sitt og tryggði sér sæti í milliriðlum og C2 var einungis einu marki frá því markmiði.
Á sunnudagsmorgun hófust síðan milliriðlar og drengirnir okkar mættu einbeittir til leiks. Til að gera langa sögu stutta þá endaði A liði í 2. sæti, B liði í 2. sæti og C liðið lauk leik án þess að tapa einum einasta leik og eru ótvíræðir sigurvegar mótsins.
Það eru mikil forréttindi að fá að taka þátt í því mikla starfi sem unnið er innan ÍBV. Hlutdeildin í lífi barnanna sem eru stöðugt að upplifa sigra innan vallar og utan fyllir mann trú á tilveruna á öflugri hátt en flest og engin vettvangur er betri en slíkt en starf innan ÍBV. Skipulagið og gæði starfsins eru hreint frábær. Að sjá stjörnurnar í augum 50 barna í ÍBV þegar þau gengu inn á þjóðarleikvangin okkar með landsliðsmönnum fyrir leik á föstudaginn er einungis sýnishorn af þeirri upplifun sem störf innan íþróttahreyfingarinnar býður upp á.
Ég er nú þegar farinn að hlakka til æfingarinnar sem er kl. 17.00 á mánudag og ljóst að bæði við Unnur og Peyjarnir erum nú margs vísari um hvað við þurfum að gera til að ná betri árangri því stefnan er áfram tekin á að vera ÍBV til sóma bæði hvað varðar hegðun, umgengni, leikgleði, árangur og allt annað.
Tekið af http://ellidiv.blog.is/blog/ellidiv/