Handbolti - ÍBV - Akureyri

29.okt.2007  14:35

Á Morgun, þriðjudaginn 30.okt kl 20.00, fer fram leikur ÍBV og Akureyrar.

Akureyri byrjaði mótið á góðum sigri á móti Aftureldingu á útivelli en hefur síðan tapað 5 leikjum í röð og eru með 2 stig eftir 6 leiki. ÍBV hefur enn ekki fengið stig og eru ekki með nein stig eftir 6 leiki.

Eyjamenn hafa náð að stilla upp sínu sterkasta liði í einum leik í ár og var það heima á móti Fram og voru Eyjamenn óheppnir af tapa þeim leik. Mörg leikbönnum hafa haft slæm áhrif á lið ÍBV og einnig hafa leikmenn eins og Grétar Þór og Sigurður Bragason verið meiddir.

Sigurður Bragason tekur út leikbann í þessum leik eftir að hafa fengið rautt spjald á móti Val í síðasta leik, einnig mun Zilvinas Grieze teka út sinn síðasta leik eftir að hafa fengið þriggja leikja bann.

Búast má við erfiðum leik hjá okkur Eyjamönnum og verðum við að passa aðal vopn Akureyrar þá Goran Gusic og Magnús Stefánsson sem hafa skorað 67 af 153. Markverðir Akureyrar haf varið 63 skot í 6 leikjum

Markahæstu leikmenn ÍBV eru þeir Sindri Haraldsson og Sigurður Bragason með 28 þar á eftir koma þeir Zilvinas Grieze með 25 og Janis Grisanovs með 24. Markverðir ÍBV hafa verið 80 skot í 6 leikjum.

Janis Grisanovs mun spila sinn síðasta leik fyrir ÍBV og þökkum við honum fyrir tímabilið. Hvetjum við alla Eyjamenn til að koma í Höllina á morgun og styðja við bakið á stráknum okkar.