Handbolti - Enn eitt tapið nú á móti Val

22.okt.2007  11:32

Síðstliðinn laugardag tóku Valsmenn á móti ÍBV í Vodafone höllinni og báru Valsmenn sigur af hólmi 31-19.

Leikurinn var fremur jafn í upphafi og gáfu Eyjamenn ekkert eftir. Eftir aðeins 14 mínútna leik fékk Sigurður Bragason rautt spjall fyrir að skjóta í andlitið á Pálmari Péturssyni markverði Vals. Frekar hörð refsing þar sem Pálmar hreyfði sig í markinu og Sigurður virtist hafa misst boltann. Við þetta fór bitið úr sóknarleik ÍBV og Valsmenn sigu jafnt og þétt fram úr. Staðan í háfleik var 16-11 fyrir Valsmönnum. Munirinn hefði geta verið mun stærri ef Friðrik Þór Sigmarsson hefði ekki staðið í marki Eyjamanna, því hann varði 16 skot í fyrrihálfleik 50%, markvarsla, og lokaði hann hreinlega markinu á köflum.

Síðari hálfeikur var frekar bragðdaufur. Valsmenn skoruðu ekki fyrstu 8 mínutum hálfleiksins og áttu í miklum erfiðleikum á móti 5-1 vörn ÍBV. ÍBV náði að minnka muninn í 16-14 en komust ekki lengra og völtruðu Valsmenn yfir ÍBV síðustu 10 mínutur leiksins. Lokatölur voru 31-19 og því enn eitt tap Eyjamanna staðreynd. Þess má geta að Valsmenn skorðu 17 mörk úr hraðaupphlaupum.

Bestir í liði Vals voru Pálmar Pétursson markvörður, með 17 skot varin og Baldvin Þorsteinsson með 11 mörk þrátt fyrir að brenna af 4-5 hraðaupphlaupum.

Bestir í liði ÍBV var Friðrik Þór Sigmarsson með 23 skot varinn og Nikolav Kulikov kom sterkur inn eftir leikbann og skoraði 6 mörk.

Næsti leikur ÍBV er þriðjudaginn 30. kl. 20.00 á móti Akureyri og má búast við erfiðum leik hjá okkar mönnum. Sigurður Bragason tekur út leikbann og þá tekur Zilvinas Grieze sinn síðasta leik, Grétar Þór Eyþórsson kemur líklegast aftur inn í lið Eyjamanna eftir meiðsli.