Handbolti - Botnslagur í Vodafone höllinni á laugardaginn

18.okt.2007  11:20

Næstkomandi laugardag kl. 16.00 verður botnslagur Vals og ÍBV í Vodafone höllinni. Eyjamenn hafa byrjað mótið illa og eru ekki með nein stig eftir 5 umferðir en Valsmenn, sem unnu Akureyri í gær, eru með 3 stig úr síðustu 2 leikjum og eru komnir á ágætis flug eftir slæma byrjun.

ÍBV tók á móti liði HK í síðustu umferð, Sigurður Bragason kom aftur í lið Eyjamenn en þeir Grétar,Nikolv og Zilvinas voru í leikbanni. Lokatölur voru 28-34 en það mátti sjá batamerki á leik Eyjamanna þrátt fyrir að vera með þrjá lykill leikmenn í banni.

Búast má við erfiðum leik hjá Eyjamönnum á móti sterkum Valsmönnum. Grétar þór og Nikovla koma aftur inn í lið ÍBV eftir að taka út leikbann og mun það styrkja liðið.

Eru allir stuðningsmenn ÍBV og allir sem vettlingi geta valdið, beðnir um að koma og styðja ÍBV í Vodafone höllinni á laugardaginn kl. 16.00. Áfram ÍBV!