Handbolti - 5.fl. stúlkna keppti á Akureyri
18.okt.2007 13:21
1. fjölliðamót í 5. fl. stúlkna fór fram á Akureyri um síðustu helgi. ÍBV var að sjálfsögðu meðal þátttakenda. A liðinu gekk nokkuð vel vann sinn riðil, sigraði alla sína leiki í riðlinum. Ekki gekk jafnvel í milliriðli, en liðið lenti í 8. sæti, sem er vel viðunandi. Þær eiga fullt erindi í toppbaráttuna í vetur að sögn þjálfarans Elísu Sigurðardóttur. "Þurfa að ná upp meiri baráttu".
B liðið vann tvo leiki en tapaði fjórum. Árangurinn er góður ef miðað er við fyrsta mót og stelpurnar hafa sýnt miklar framfarir að sögn Elísu. "Gáfust aldrei upp, allar vildu gera sitt besta og þær eiga bara eftir að bæta sig. Bráðefnilegar stelpur og geisla af leikgleði", sagði Elísa að lokum.