Handbolti - Toyota styrkir handboltann

13.ágú.2007  16:39

Magnús Kristinsson útgerðarmaður og eigandi Toyota umboðsins á Íslandi og Jóhann Pétursson formaður ÍBV Íþróttafélags undirituðu í dag styrktarsamning milli handknattleiksdeildar ÍBV og Toyota á Íslandi. Samningurinn er til þriggja ára. Eins og kunnugt er er einnig í gildi samningur milli Toyota og knattspyrnudeildar ÍBV. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem mfl. félagsins bæði í handbolta og fótbolta hafa sama aðalstyrktaraðila.

Samningarnir eru afar hagstæðir íþróttahreyfingunni í Vestmannaeyjum, og ÍBV Íþróttafélag bindur miklar vonir við samstarfið við Toyota á Íslandi. Jóhann Pétursson, formaður ÍBV-Íþróttafélags hafði á orði að þetta væri gríðarlega mikilvægur samningur fyrir félagið og að styrkurinn í að hafa fengið Toyota til liðs við handboltann væri mikill. Magnúsi og fjölskyldu hans var þakkað mjög fyrir þeirra framlag til íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum en vonandi verður samstarfið langt og farsælt.

Fjölmenni var við undirskriftina sem fór fram fyrir utan höfuðstöðvar Bergs-Hugins, útgerðarfyrirtækis Magnúsar. Eftir undirskrift var síðan boðið uppá pepsi og egils appelsín og stórglæsileg terta frá Arnóri bakara var á boðstólum en á tertunni var merki ÍBV við hlið merkis Toyota. Við hér á ibv.is smelltum nokkrum myndum og látum þær fylgja hér með.

Til hamingu ÍBV og Toyota með samninginn og megi hann verða báðum aðilum til mikilla heilla!


Jói og Magnús skrifa undir


Áhorfendur fylgdust spenntir með og
naglinn Jón Logason var mættur


Fríður hópur var mættur á Básaskers-

bryggju við undirskriftina


Jóhann Pétursson, formaður ÍBV-
Íþróttafélags hélt góða ræðu að vanda


Handknattleiksráð færði Magnúsi
blómvönd í tilefni undirskriftarinnar


Jói Pé formaður ÍBV og Magnús
handsala samninginn


Sigurður Oddur í knattspyrnuráði var
mættur með litlu snúlluna sína