Þjóðhátíðarnefnd þakkar fyrir sig.

07.ágú.2007  14:35

Þjóðhátíðarnefnd þakkar öllum þeim fjölda sjálfboðaliða og starfsmanna, sem lagt hafa ÍBV lið, á Þjóðhátíð 2007. Það er samdóma álit allra, hvort sem um er að ræða flutningsaðila, lögreglu eða aðra þá, sem að þessu koma, að einstaklega vel hafi til tekist í ár.

Síðast en ekki síst vill Þjóðhátíðarnefnd 2007, þakka öllum þeim frábæru gestum, sem tóku þátt í nýlokinni Þjóðhátíð. Við erum sammála því, að besta fólkið kemur á Þjóðhátíð, verið velkomin aftur.

Við hlökkum til, að taka á móti ykkur. Það eru einungis 360 dagar í Þjóðhátíð 2008.

Þjóðhátíðarnefnd, ÍBV Íþróttafélags.