Glæsileg frammistaða Heiðu Ingólfsdóttur á Olympíumóti æskunnar í Serbíu vekur athygli okkar Eyjamanna og fleiri. Þar er nú að ljúka keppni unglingalandsliða U 17. Heiða hefir staðið sig frábærlega, og heiðrað ÍBV með frammistöðu sinni. Merkileg staðreynd varðandi þessa fjölskyldu, framleiðir hvern gæða- handboltamarkvörðinn af öðrum.
Ingólfur Arnarsson faðir Heiðu, sagði í samtali við ÍBV vefinn, að mótið væri búið að vera frábært, hópurinn mjög góður að sögn Heiðu og samheldnin góð. Miklir hitar hafa verið í Serbíu allt að 43 stiga hiti. Heiða segir frá því, að hugur flestra stelpnanna sé heima í Eyjum á Þjóðhátíð. Heiða biður fyrir kveðju í Eyjarnar, hún verður komin heim kringum helgina.