Fótbolti - 1 deild: Leiknum seinkar vegna vandræða með flugvél

21.júl.2007  13:30
Eitthvað gengur það erfiðlega að koma leik Þórs og ÍBV á sem frestaðist í gær. Hann átti að fara fram kl 14:00 í dag en þegar Eyjaliðið mætti uppá völl í morgun var sagt að vélin væri biluð og hafa leikmenn því verið í biðstöðu síðan þá. Nú rétt í þessu var verið að ræsa mannskapinn uppá flug og verður leikurinn líklegast settur á 16:30 eða 17:00, það er ekki alveg komið á hreint. Við setjum inn staðfestingu á leiktíma þegar okkur berst hann. Leiknum verður lýst á www.ibvfan.is. ÁFRAM ÍBV!