Yfirlýsing frá nýju Handknattleiksráði ÍBV.

30.maí.2007  09:48

Handknattleiksráð ÍBV hefur tekið þá ákvörðun að senda ekki lið til keppni á Íslandsmótinu 2007-2008 í meistaraflokki kvenna. Ákvörðunin er tekin eftir að allir möguleikar á þátttöku höfðu verið kannaðir.

Staðreyndin er því miður sú að enginn leikmaður á meistaraflokksaldri verður í Vestmannaeyjum næsta vetur. Við teljum það og mikið álag á unglingaflokk og nýkrýnda Íslandsmeistara 4. flokks að þurfa að bera uppi meistaraflokkslið auk þess að spila með sínum flokkum. Ekki stendur heldur til að manna liðið eingöngu útlendingum. Við stöndum þó strax betur árinu seinna þar sem meistaraflokksleikmenn eru á heimleið og hinar yngri hafa safnað sér reynslu og þroska.

Handknattleiksráð ætlar að vera með M.fl kvenna tímabilið 2008 – 2009 og hefur verið skipuð nefnd sem fer í að huga að leikmönnum og þjálfara fyrir það tímabil, Óskar Freyr Brynjarsson, Svavar Valtýr Stefánsson og Friðbjörn Ó Valtýsson skipa þá nefnd.

Gengið hefur verið frá ráðningu Gintaras Savukynas sem þjálfara Mfl. og 2.fl. karla. Verið er að skoða leikmannahópinn og hugsanlega styrkingu hans. Unnur Sigmarsdóttir hefur verið ráðin sem þjálfari unglingaflokks.

Handknattleiksráð stefnir að því að gera samninga við leikmenn í unglingfl. kvenna og 2.fl. karla. Einnig er stefnt að því að stytta ferðalög þessara flokka og gera þau eins þægileg og kostur er.

Nýtt handknattleiksráð tekur formlega við 1.júlí næstkomandi.

Óskar Freyr Brynjarsson formaður

Magnús Bragason varaformaður

Aníta Ársælsdóttir ritari

Hugrún Magnúsdóttir

Jóhannes Grettisson

Svavar Valtýr Stefánsson

Björgvin Eyjólfsson