Handbolti - Óskar Freyr næsti formaður handboltadeildar !

15.maí.2007  14:06

Leitinni að formanni handboltadeildar er lokið. Óskar Freyr Brynjarsson fyrrverandi formaður ÍBV hefir tekið að sér formennsku í ráðinu og mun nýtt ráð líta dagsins ljós nú í vikunni.

Það er okkur öllum ,sem unnum félaginu, sérstakt ánægjuefni, að fá svo kraftmikinn einstakling, sem Óskar sannarlega er, til starfa á ný.

Ráðíð mun hefja störf strax, og skipuleggja starfið næsta vetur. Mfl. karla mun eins og flestir vita, leika á ný í efstu deild á næsta tímabili. Ein fyrsta ákvörðun nýs ráðs er að taka ákvörðun um framhaldið í kvennaboltanum.