Lokahóf yngri flokka í handbolta var haldið í Týsheimilinu s.l. fimmtudag. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir afrek vetrarins. Sannarlega góður vetur hjá yngra handboltafólkinu okkar. Íslandsmeistarartitlar og verðlaun í ýmsum mótum, bar hæst í vetrarstarfinu. Greinilegt að barna- og unglingastarf félagsins er á góðu róli. Aðalstjórn félagsins þakkar iðkendum, þjálfurum og síðast en ekki síst unglingaráðsfólki frábær störf í vetur. ÍBV Íþróttafélag er ekkert annað en fólkið, sem er tilbúið að fórna tíma fé og fyrirhöfn í þágu Vestmannaeyinga. Bæjarbúar eiga að sýna þakklæti í verki með öflugum stuðningi við félagið hér eftir, sem hingað til.
Áfram ÍBV.