Hvetjum fyrirtæki til að taka þátt
Sýningin Vor í Eyjum 2007 verður nú haldið á laugardaginn 2 júní nk (sjómannadagshelgina) í gamla og nýja sal íþróttamiðstöðvarinnar Ætlunin er að gera þennan viðburð enn betur úr garði en á undanförnu og höfum við nú þegar hlotið ágætis viðtökur hjá þeim fyrirtækjum sem við höfum rætt við um komandi sýningu.
Við eigum von á að sýningin í ár verði glæsileg og sómi fyrir okkur Eyjamenn. Við ætlum að leggja okkur fram að gera þessa sýninguna sem glæsilegasta og vonum að þitt fyrirtæki hafi áhuga á að taka þátt í því með okkur.
Við verðum að muna að bæjarfélagið Vestmannaeyjar er það fólk sem þar býr og þau fyrirtæki sem þar starfa. Til að það vaxi og dafni verðum við leggja okkur fram í að taka þátt í því starfi sem þar fer fram og leggja okkar að mörkunum að gera Vestmannaeyjar að áhugaverðu bæjarfélagi til að búa og starfa í.
Við vonum að þið takið jákvætt í þessar undirtektir okkar og að þitt fyrirtæki verði með bás á sýningunni og kynni þannig sitt fyrirtæki, sínar vörur og þá þjónustu sem það býður upp á.
Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:
Við vonumst eftir að heyra í ykkur sem fyrst með þetta mál og vonum innilega að fyrirtækin í Eyjum taki þátt í þessu með okkur að gera þetta að glæsilegri sýningu.
Handknattleiksdeild ÍBV