Laugardaginn 5.maí hélt stuðningsmannaklúbbur ÍBV upphitunarkvöld fyrir komandi sumar. Félagar í stuðningsmannaklúbbnum fengu afhenta ársmiðana sína sem og nýja búninga. Leikmenn ÍBV buðu upp á veitingar frá Grími kokk sem auðvitað smakkaðist mjög vel. Heimir Hallgrímsson þjálfari meistaraflokksliðs ÍBV hélt góða ræðu um aðstöðuleysi fótboltans á veturnar sem og kynnti til leikmenn sumarsins. Sigurður Hlöðversson kom færandi hendi og afhenti Viðari Elíassyni peningagjöf.
Mjög góð mæting var á þetta upphitunarkvöld og tókst það virkilega vel. Er það mál manna að hafa þetta árlegan viðburð.